Bæjarráð greiðir fyrir framkvæmdir að Hömrum

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að greiða fyrirfram 3 milljónir króna af framkvæmdafé ársins 2009 vegna framkvæmda að Hömrum í sumar. Fyrir vikið verða ekki neinar framkvæmdir á svæðinu á næsta ári á kostnað bæjarins.    

Áður hafði framkvæmdaráð hafnað erindi frá Tryggva Marinóssyni f.h. Hamra útilífs- og umhverfismiðstöðvar þar sem hann fór fram á aukafjárveitingu til greiðslu reikninga frá Þverá-golfi ehf. vegna framkvæmda að Hömrum fyrir landsmót skáta í sumar. Framkvæmdaráð vísaði erindinu jafnframt til bæjarráðs, sem afgreiddi það í morgun, sem fyrr segir.

Nýjast