Aukið fjármagn fyrir börn í viðkvæmri stöðu

Orkuhúsið þar sem nú er til húsa frístund fyrir börn með fatlanir og félagsstarf fyrir 12-16 ára. My…
Orkuhúsið þar sem nú er til húsa frístund fyrir börn með fatlanir og félagsstarf fyrir 12-16 ára. Mynd/epe

Norðurþing fékk aukið fjármagn til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu í sumar.

Félagsmálaráðuneytið samþykkti að við fengjum þessa upphæð til þess að auka virkni og vellíðan barna í sumar sem eru í viðkvæmri stöðu. Félags og barnamálaráðherra stóð fyrir því að þetta yrði gert,“ segir Hróðný Lund, félagsmálastjóri Norðurþings í samtali við Vikublaðið. Við útdeilingu fjármagns var miðað við fjölda barna frá 12-16 ára í sveitarfélaginu en það voru um það bil 4100 krónur á hvert barn sem úthlutað var eða 513.500 krónur.  Miðað var við íbúafjölda frá Hagstofunni í janúar á þessu ári. „Þetta fjármagn nýttum við í að undirbúa Orkuhúsið undir félagsstarf. Þar hefur verið frístundastarf fyrir börn með fatlanir í sumar og nú í vikunni hóf félagsmiðstöð fyrir 12-16 ára göngu sína í húsinu,“ segir Hróðný og bætir við að þegar talað er um börn í viðkvæmri stöðu er í raun og veru verið að tala um öll börn á þessum aldri. En vegna takmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins hafa orðið hömlur á bæði félags- og íþróttastarfi.


Athugasemdir

Nýjast