Auglýst eftir nýjum sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur auglýst eftir metnaðarfullum og kraftmiklum aðila í starf sveitarstjóra. Nýr sveitarstjóri tekur við starfinu af Bjarna Kristjánssyni, sem verið hefur sveitarstjóri undanfarin ár. Bjarni var sveitarstjóri á síðasta kjörtímabili en eftir kosningarnar fyrir tæpum tveimur árum, var hann aðeins endurráðinn til tveggja ára. Í Eyjafjarðarsveit er rekinn öflugur landbúnaður. Vegna nálægðar við Akureyri, býður sveitarfélagið kosti hins klassíska sveitarfélags og um leið eiginleika þéttbýlis, eins og segir m.a. í auglýsingu um starfið. Umsóknarfrestur er til 16. mars nk. Eins og fram kom í Vikudegi nýlega hafa íbúar í Eyjafjarðarsveit náð því marki að verða fleiri en eitt þúsund, í fyrsta sinn við formlega mannfjöldaskráningu sem miðar við 1. desember ár hvert. Íbúar hafa þó af og til náð þeirri tölu áður. Nokkuð hefur verið byggt af nýjum íbúðum í sveitarfélaginu. Um þessar mundir er verið að úthluta 15 nýjum lóðum á nýjum skipulagsreit í Reykárhverfi, sem töluverður áhugi var fyrir.

Nýjast