Auglýst eftir framkvæmdastjóra fyrir Menningarhúsið Hof

Auglýst hefur verið eftir framkvæmdastjóra fyrir Menningarhúsið Hof á Akureyri. Hof, menningarfélag ses, mun annast rekstur hússins samkvæmt samningi við Akureyrarbæ og starfar framkvæmdastjóri í umboði stjórnar félagsins.  

Menningarhúsið verður tekið í notkun í ágúst á næsta ári. Í húsinu eru tveir salir, annar rúmar 500 manns í sæti og hinn 200 manns. Í húsinu verða viðburðir af margvíslegu tagi, svo sem tónleikar, leiksýningar, ráðstefnur og kaupstefnur. Tónlistarskólinn á Akureyri verður staðsettur í húsinu, auk Akureyrastofu og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Þá verða einnig í húsinu Upplýsingamiðstöð ferðamála, verslun og veitingastaður. Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra er til og með 21. september nk.

Nýjast