20. desember, 2008 - 10:39
Fréttir
Í dag laugardag, verður farin áttunda lýðræðisgangan á Akureyri og gengið frá Samkomuhúsinu niður á
Ráðhústorg kl. 15.00. Þar taka til máls ýmsir mætir borgarar, meðal annarra Huginn Þorsteinsson heimspekingur, Jökull Guðmundsson
lífeyrisþegi og Embla Eir Oddsdóttir íslensk kona.