Atli ráðinn þjálfari handknattleiksliðs Akureyrar

Atli Hilmarsson skrifaði fyrir stundu undir samning um þjálfun handknattleiksliðs Akureyrar næstu tvö árin. Atli skrifaði undir samninginn réttum átta árum eftir að hann gerði KA-menn að Íslandsmeisturum, þann 10. maí 2002. Hann tekur við starfinu hjá Akureyri af Rúnari Sigtryggssyni. Atli er ánægður með að vera kominn aftur til starfa á Akureyri og segir þetta spennandi verkefni.  

"Þetta starf leggst vel í mig og ég er spenntur fyrir verkefninu. Liðið er spennandi, blanda af ungum og efnilegum leikmönnum og svo reynsluboltum. Það eru nokkrir þarna sem ég þjálfaði hjá KA, þegar ég var hér síðast," segir Atli.

Þrír lykilmenn liðsins í vetur, þeir Jónatan Þór Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Hörður Flóki Ólafsson markvörður eru horfnir á braut og segir Atli að fylla þurfi skörð þeirra. Atli skrifaði undir tveggja ára samning sem fyrr segir og er hann uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir árið. Atli starfar hjá Landsbankanum í Reykjavík en þar á bæ tóku menn vel í að Atli færi norður og fær hann að vinna sína vinnu hjá útibúinu á Akureyri. Hannes Karlsson formaður Akureyrar Handboltafélags var ánægður með samningurinn við Atla væri í höfn. Næsta mál á dagskrá væri m.a. að skanna leikmannamarkaðinn.

Nýjast