Atli Sigurjónsson og Vesna Smiljkovic voru valin bestu leikmenn meistaraflokks Þórs í lokahófi knattspyrnudeildar félagsins sem fram fór sl. helgi. Bæði gegndu þau lykilhlutverki með liðum sínum í sumar sem náðu frábærum árangri. Efnilegustu leikmennirnir voru valin þau Jóhann Helgi Hannesson og Lára Einarsdóttir.