Atli Hilmarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og KA í handbolta, hefur verið í viðræðum við forystumenn Akureyrar Handboltafélags í dag um að taka að sér þjálfun liðsins. Þetta staðfestir Hannes Karlsson formaður Akureyrar Handboltafélags við Vikudag. Viðræðurnar í dag voru jákvæðar að sögn Hannesar og lofa góðu. Ekkert er þó enn í hendi en það mun skýrast á næstu dögum hvort samningar náist.