Athygli vakin á ferðareglum sem rétt er að hafa í huga

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag, föstudaginn 29. október og stendur til sunnudagsins 5. desember og eru veiðar heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu.  Undanfarin ár hafa björgunarsveitir ítrekað verið kallaðar út til að leita að rjúpnaveiðimönnum. Slysavarnafélagið Landsbjörg vekja athygli á að veðurspá helgarinnar er afleit, sérstaklega á Austur- og Suðausturlandi og vill því koma á framfæri nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiðiferðina.  

Almennar umgegnisreglur við skotvopn

  • Geymið byssu og skot á læstum stöðum
  • Ekki aka á veiðistað með byssuna hlaðna
  • Hafið öryggið ávallt á þegar gengið er með byssu

Ferðareglur rjúpnaskyttunnar

  • Fylgist með veðurspá
  • Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum
  • Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um
  • Hafið með góðan hlífðarfatnað
  • Takið með sjúkragögn og neyðarfæði
  • Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau
  • Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað
  • Ferðist ekki einbíla
  • Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið og festið allan farangur
  • Munið að akstur og áfengi fer ekki saman
  • Ef ferðast er í bíl spennið beltin og notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða eða fjórhjóli
  • Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur

Nýjast