Efnisskráin er fjölbreytt, þar verða íslensk og erlend lög, bæði jólalög og ekki jólalög, þar sem enn verður rúmur mánuður til jóla þegar tónleikarnir eru haldnir. Þetta er í 9. sinn sem kórinn heldur tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd og nú er ekki síst þörf fyrir allan þann stuðning sem hægt er að veita þeim sem um sárt eiga að binda á þessum yndislega tíma sem í hönd fer. Kvennakórskonur vilja hvetja sem flesta til að mæta í Akureyrarkirkju þennan dag, hlusta á fallega tónlist og styrkja um leið gott málefni. Miðaverð er 2.000 krónur.