Andri Fannar til liðs við Val

Andri Fannar Stefánsson skrifaði fyrir stundu undir þriggja ára samning við úrvalsdeildarfélag Vals í knattspyrnu. Andri Fannar er uppalinn KA maður og hóf feril sinn með meistaraflokki félagsins árið 2008. Hann spilaði 25 leiki fyrir KA í sumar í deild og bikar og skoraði í þeim fimm mörk. Andri Fannar er 19 ára og leikur sem miðjumaður. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV.

Nýjast