Andrés Vilhjálmsson til liðs við KA

Sóknarmaðurinn Andrés Vilhjálmsson er genginn til liðs við meistaraflokk KA í knattspyrnu frá Þrótti Reykjavík, en þetta er staðfest á vef KA.

Andrés gerði tveggja ára samning við félagið. Hann er 27 ára og uppalinn KA-maður en gekk í raðir ÍA árið 2003. Undanfarin ár hefur hann leikið með Þrótti en er nú kominn aftur á fornar slóðir.

Nýjast