21. júlí, 2008 - 15:15
Fréttir
Alvarlegt umferðarslys varð á bílastæði við verslunina Bónus á Akureyri um eitt leytið í dag. Fimm ára drengur varð fyrir
bíl er hann hljóp á milli tveggja bíla á bílastæðinu og út á aksturslínuna.
Að sögn lögreglu er drengurinn mikið slasaður og var hann fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Akureyrar til aðhlynningar.