Alþjóðastofan á Akureyri flytur í Ráðhúsið

Alþjóðastofan á Akureyri, sem hefur verið til húsa í Rósenborg, flytur í dag aðsetur sitt í Ráðhúsið og verður með skrifstofu á fjórðu hæð hússins. Alþjóðastofan (Akureyri Intercultural Center) er málsvari útlendinga og vettvangur málefna þeirra.  

Starfsemi Alþjóðastofu byggir á upplýsingaþjónustu, ráðgjöf og fræðslu við útlendinga, miðlun túlka og almennri fræðslu um útlendingamál í fyrirtækjum, skólum og stofnunum. Núverandi verkefnisstjóri fjölmenningarmála er Guðrún Kristín Blöndal. Netfang Guðrúnar er astofan@akureyri.is og opnunartími Alþjóðastofu er sem hér segir:

Mánudagar: 08:00-12:00

Þriðjudagar: 8:00-12:00

Miðvikudagar: 8:00-16:00

Fimmtudagar: 8:00-12:00

Föstudagar: lokað

Á fimmtudögum mun Pawel Pálsson, pólskumælandi ráðgjafi, vera til viðtals frá kl. 14:00-16:00. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast