Starfsemi Alþjóðastofu byggir á upplýsingaþjónustu, ráðgjöf og fræðslu við útlendinga, miðlun túlka og almennri fræðslu um útlendingamál í fyrirtækjum, skólum og stofnunum. Núverandi verkefnisstjóri fjölmenningarmála er Guðrún Kristín Blöndal. Netfang Guðrúnar er astofan@akureyri.is og opnunartími Alþjóðastofu er sem hér segir:
Mánudagar: 08:00-12:00
Þriðjudagar: 8:00-12:00
Miðvikudagar: 8:00-16:00
Fimmtudagar: 8:00-12:00
Föstudagar: lokað
Á fimmtudögum mun Pawel Pálsson, pólskumælandi ráðgjafi, vera til viðtals frá kl. 14:00-16:00. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.