Alþjóðadagur læsis 8. september

Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis.  Íslendingar hafa getað boðið börnum sínum tækifæri til lestrarnáms en læsi er nú skilgreint af SÞ sem  grunnlífsleikni. Til að viðhalda lestrarfærni þarf að iðka lestur. Þess er vænst að landsmenn íhugi þau lífsgæði sem felast í því að geta lesið og tjáð sig í rituðu máli.  

Á degi læsis 8. september eru landsmenn hvattir til þess að skipuleggja sjálfir lestrarstundir. Það má  gera með því að lesa, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota málið til ánægjulegra samskipta.  Hugmyndahefti um læsisviðburði má nálgast á heimasíðu Háskólans á Akureyri http://www.unak.is/ . Þar sem það hentar er lagt til að kl. 11 þennan dag leggi fólk frá sér verk og lesi fyrir sig og sína í 15 mínútur.

Í  ár er boðið upp á:

  • Ráðstefnur um læsi. Háskólinn á Akureyri stendur fyrir tveimur ráðstefnum um læsi 10. og 11. sept. (http://www.unak.is/static/files/Skolathrounarsvid/Auglysing.pdf; http://www.unak.is/skolathrounarsvid/page/dagskra_3)
  • Framhaldssögu fyrir börn. Goðsögnin um tár Litla hestsins, stendur öllum dag- og vikublöðum til boða. Alþjóðasamtök blaðaútgefenda WAN gefa söguna og teikningar en þýðingin er í boði starfsmanna HA og Amtsbókasafnsins.
  • Hugmyndahefti um viðburði á degi læsis (http://www.unak.is/)
  • Sýningu í bæjarstjórnarsalnum. Akureyringum er boðið í Gallerí Ráðhús 8. september til að koma á framfæri óskum sínum til handa bæjarbúum fyrir næstu fimm árin.

Nýjast