Það sem er merkilegt við hverfisráðið í þessu fámenna samfélagi, er að fulltrúarnir þrír eiga allir von á barnabarni og það á rúmlega tveggja vikna tímabili, frá lokum nóvember og fram í miðjan desember nk. Börn hverfisráðsfulltrúanna, tvær konur og einn maður, sem eiga von á barni, eru jafnframt skyld, eiga sömu langalangömmuna. Öll eru þau alin upp Grímsey en aðeins önnur konan er búsett þar í dag, hin tvö búa á Akureyri en hafa enn sterk tengsl við Grímsey.