Félagið mótmælir nú um þessar mundir að barnalagafrumvarp Daggar Pálsdóttur var ekki afgreitt úr allsherjarnefnd alþingis fyrir þinglok í vor. Félagið furðar sig á skyndilegu hvarfi áletrunarinnar en ekki er hægt að rekja hvarfið til votviðris. Gárungar innan félagsins hafa haft á orði í gamni að þetta sé sennilega í fyrsta sinn sem mótmælum sé stolið á Íslandi. Félagið hyggst setja upp áletrunina á nýju innan skamms. Félagið bendir á að þó svo að það sé svolítið skondið að áletrunin skuli hafa allt í einu verið fjarlægð án nokkurra skýringa, sé það alvarlegur hlutur að takmarka frelsi til mótmæla.