Aldrei fleiri nemendur í Myndlistarskólanum á Akureyri

Myndlistarskólinn á Akureyri hefst á morgun mánudag með mótttöku nemenda í húsnæði skólans. Helgi Vilberg skólastjóri segir aldrei að aldrei hafi jafn margir nemendur verið skráðir í skólann og á þessari önn.  

„Við erum með um 25% aukningu í nemendafjölda milli ára, í ár eru skráðir 55 nemendur í skólann en í fyrra voru þeir 43 þannig að við erum mjög sátt". Hann sagði að erfitt væri að segja til um ástæður þess að aukin eftirspurn sé eftir náminu, nema þá helst að hann skynjaði aukinn áhuga í samfélaginu fyrir svona námi.

Sem kunnugt er skemmdist húsnæði skólans mikið í eldsvoða snemmsumars en þrátt fyrir það verður allt orðið klárt fyrir skólabyrjun að sögn Helga. „Hér hafa síðustu tvo mánuði verið 25-40 iðnaðarmenn að verki við að gera allt klárt í tæka tíð og það er ótrúlegt hversu vel hefur gengið. SS-Byggir sér um verkið og hafa þeir staðið sig virkilega vel, því þetta er mikið verk. Hér þurfti að rífa heilmikið niður áður en hafist var handa við að byggja upp en allt hefur þetta gengið mjög vel," sagði Helgi.

Nýjast