Silja Hrönn Sigurðardóttir, Austra, og Kristinn Ingi Valsson, Dalvík, urðu Íslandsmeistarar í samhliða svigi í dag. Katrín Kristjánsdóttir, yngri systir Dagnýjar Lindu varð önnur í sviginu og Selma Benediktsdóttir úr Ármanni varð í þriðja sæti. Gísli Rafn Guðmundsson úr Ármanni var annar í svigi karla og Húsvíkingurinn Stefán Jón Sigurgeirsson, sem keppnir fyrir Akureyri varð þriðji. Í stórsvigi kvenna varð Tinna Dagbjartsdóttir frá Akureyri önnur og Arnar Þorvaldsson varð annar í karlaflokki. Í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð sigraði Sævar Birgisson frá Sauðárkróki í flokki karla 20 ára og eldri. Annar var Andri Steindórsson, Akureyri og í þriðja sæti varð Birkir Þór Stefánsson af Ströndum. Ísfirðingar unnu þrefaldan sigur í boðgöngu kvenna á Skíðamóti Íslands í dag.