Akureyri varð að sætta sig við silfrið

Haukar eru Íslandsmeistarar í handbolta í 2. flokki karla eftir eins marks sigur gegn Akureyri í úrslitum, 30:29, en liðin áttust við í Austurbergi sl. föstudag. Staðan hálfleik var 17:16 fyrir Hauka.

 

Oddur Gretarsson gat jafnað metin fyrir Akureyri úr vítakasti er leiktíminn var runnin út, en markvörður Hauka varði og því féllu silfurverðlaunin í hlut norðanmanna.

Nýjast