Akureyri hélt svo sama dampi í seinni hálfleik og hreinlega niðurlægði FH-inga á tímabili á þeirra eigin heimavelli en norðanmenn náðu mest tólf marka forystu og vann að lokum sannfærandi sigur, 33:25.
Bjarni Fritszon var markahæstur í liði Akureyrar með 9 mörk en hjá FH voru það nafnarnir Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson sem skoruðu mest eða 7 mörk hvor.
Með sigrinum trónir Akureyri á toppi deildarinnar með 14 stig en FH hefur áfram átta stig í fjórða sæti. HK hefur 12 stig í öðru sæti en Akureyri og HK mætast í sannkölluðum toppslag í Íþróttahöllinni á Akureyri á fimmtudaginn kemur, þann 25. nóvember.