Akureyri tekur á móti Stjörnunni í kvöld

Akureyri Handboltafélag (AH) tekur í kvöld á móti Stjörnunni í Höllinni og hefst leikurinn kl.19:30. AH hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni en Stjarnan er einnig án sigurs með eitt jafntefli og eitt tap í fyrstu leikjum sínum.

Andri Snær Stefánsson, hornamaðurinn knái í liði AH segir að í kvöld sé vissulega mikið undir. „Það er óhætt að segja að mikið sé undir. Við erum ekki sáttir við okkur sjálfa að vera án stiga eftir tvo leiki en ég er handviss að við tökum okkar fyrstu tvo punkta gegn Stjörnunni," sagði Andri.

Lesið viðtalið við Andra Snæ í heild sinni í Vikudegi í dag.

Nýjast