Akureyri tekur á móti HK í kvöld

Í kvöld fer fram athyglisverður slagur í N1 deildinni í handbolta þegar Akureyri tekur á móti HK í Höllinni kl.19.30. Hornamaðurinn ungi hjá Akureyri, Oddur Gretarsson er hvergi banginn fyrir viðureign kvöldins.

 „Ef það verður sama barátta í liðinu og gegn Stjörnunni og andinn verður í lagi þá erum við til alls líklegir. Tala nú ekki um það ef það verður sama stemmning í stúkunni og í síðustu viku, en það þarf flest allt að ganga upp hjá okkur, það er alveg á hreinu," sagði Oddur um leikinn.

Nánar í Vikudegi í dag

Nýjast