Akureyri sækir Víking heim í bikarnum í dag

Akureyri og Víkingur mætast í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppni karla í handbolta í dag kl. 16:00 á heimavelli Víkings. Staða liðanna í deildarkeppninni er ólík.

Akureyri situr í efsta sæti N1-deildarinnar með fullt hús stiga eftir níu leiki. Víkingar eru hins vegar sem stendur í frekar erfiðum málum í 1. deildinni,þar sem þeir sitja í sjötta sæti með sjö stig eftir tíu leiki.

Þjálfarar Víkings liðsins eru tvær fyrrum landsliðshetjur,markvörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson og línumaðurinn Róbert Þór Sighvatsson, og ljóst að þeir kunna eitthvað fyrir sér í handboltafræðum.

Nýjast