Akureyri sækir Víking heim í bikarnum

Akureyri sækir Víking heim í 8-liða úrslitum Eimskipsbikar karla í handbolta. Dregið var í hádeginu í dag í höfuðstöðum HSÍ í bæði karla-og kvennaflokki. Víkingur spilar í 1. deild en bæði Akureyri og FH drógust gegn 1. deildarliði. Stórleikur umferðarinnar í karlaflokki er viðureign Fram og Hauka. Liðin drógust þannig saman:

Eimskipsbikar karla

Víkingur - Akureyri
Fram - Haukar
ÍR - FH
Selfoss - Valur

Leikirnir fara fram 5. og 6. desember.

Eimskipsbikar kvenna

HK - Stjarnan
ÍBV - Valur
Fjölnir/Afturelding - Fylkir
Valur 2 - Fram

Leikirnir fara fram 18. og 19. janúar.

Nýjast