Akureyri sækir Aftureldingu heim í fyrstu umferð
Leikjaröðun fyrir fyrstu umferðir N1-deildar karla og kvenna í handbolta fyrir næsta tímabil er komin inn á vef HSÍ. Fyrsta umferð N1-deildar karla fer fram mánudaginn 26. september en önnur umferðin fer fram aðeins þremur dögum síðar.
Akureyri sækir lið Aftureldingar heim í fyrstu umferð en fyrsti heimaleikur Akureyrar er gegn FH fimmtudaginn 29. september.
Fyrsta umferð N1-deildar karla 2011 lítur þannig út:
Mán. 26.sep.2011 19.30 Seltjarnarnes Grótta - Valur
Mán. 26.sep.2011 19.30 Varmá Afturelding - Akureyri
Mán. 26.sep.2011 19.30 Kaplakriki FH - Fram
Mán. 26.sep.2011 19.30 Digranes HK - Haukar
KA/Þór sendir lið til leiks að nýju í N1-deild kvenna eftir eins árs hlé meðal þeirra bestu. Fyrsta umferð deildarinnar
fer fram þriðjudaginn 27. september og byrjar KA/Þór á heimaleik gegn Fylki.
Fyrsta umferð N1-deildar kvenna:
Þri. 27.sep.2011 16.00 Kaplakriki FH - Haukar
Þri. 27.sep.2011 16.00 Framhús Fram - HK
Þri. 27.sep.2011 16.00 KA heimilið KA/Þór - Fylkir
Þri. 27.sep.2011 16.00 Mýrin Stjarnan - Valur
Þri. 27.sep.2011 16.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Grótta