Bjarni Fritzson var markahæstur í liði Akureyrar með 12 mörk, þar af 4 úr vítum, og Oddur Gretarsson skoraði 8 mörk. Sveinbjörn Pétursson var með 15 skot varin í marki norðanmanna og Stefán Guðnason 8.Hjá Víkingum var Benedikt Karl Karlsson markahæstur með 4 mörk.
Akureyringar eru þar með annað liðið til þess að tryggja sig í undanúrslitin en Fram var komið áfram eftir sigur gegn Haukum í gær. Það ræðst svo á næstu tveimur kvöldum hvaða tvö lið bætast í hópinn en Selfoss og Valur eigast við í kvöld á Selfossi og annað kvöld tekur ÍR á móti FH.