Akureyri hefur leik í kvöld í N1-deildinni

N1-deild karla í handbolta er nú farinn af stað og fyrsta umferð deildarinnar klárast í kvöld með þremur leikjum og þar mætast m.a. HK og Akureyri. Valur og Haukar riðu á vaðið í gær þar sem Haukar unnu 30:26. Norðanmenn tefla fram nokkuð breyttu liði frá sl. vetri og m.a. er nýr þjálfari við stjórnvölinn, Atli Hilmarsson. Atli er ekki ókunngur norðlenskum handbolta en hann gerði KA að Íslandsmeisturum fyrir nokkrum árum síðan og segist spenntur fyrir komandi vetri.

 „Það er rosalega gaman að koma hingað norður aftur og þetta leggst vel í mig. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt og spennandi mót og ég hlakka bara til að byrja," segir Atli, en nánar er rætt við hann í Vikudegi í dag.

Sem fyrr segir mætir Akureyri HK í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:30 og er sýndur beint á SportTv.is.

Nýjast