Akureyri Handboltafélag boðar til fundar í Íþróttahöllinni

Akureyri Handboltafélag hefur boðað til almennsfundar áhugamanna um handbolta á Akureyri annað kvöld, fimmtudag, kl. 20:00 í Íþróttahöllinni. Atli Hilmarsson, nýráðinn þjálfari félagsins, fer yfir næstu skref hjá liðinu.

Rætt verður um komandi tímabil og ýmiss verkefni sem blasa við. Eru allir áhugamenn hvattir til þess að koma á fundinn og leggja sitt að mörkum til að auka enn frekar við hróður handboltans á Akureyri.

Nýjast