Akureyri fær liðsstyrk í handboltanum

Akureyri Handboltafélag hefur fengið liðsstyrk því um helgina gekk Anton Rúnarsson til liðs við félagið frá Val. 

Á heimasíðu Akureyri Handboltafélags segir um leikmannin:

„Anton Rúnarsson hefur verið í herbúðum Vals undanfarin ár. Anton er tuttugu ára gamall og leikur því einnig með 2. flokki en hann hefur orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari með Val bæði í meistaraflokki og 2. flokki, þá hefur hann verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

Anton er uppalinn á Akureyri og hóf sína handknattleiksiðkun hér í bæ á yngri árum en hann er sonur Rúnars Antonsonar. Í sumar gerði Anton þriggja ára samning við Val og því varð það samkomulag milli Vals og AHF að Valur myndi lána Anton til AHF í vetur og Anton því snúa aftur norður til Akureyrar þar sem fjölskylda hans býr.

Anton mun mæta á sína fyrstu æfingu með Akureyri Handboltafélagi á mánudaginn og hyggst berjast af krafti fyrir sæti í liðinu. Við bjóðum hann velkominn heim aftur og efumst ekki um að kraftar hans muni nýtast liðinu í baráttunni sem framundan er."

Nýjast