Akureyrarslagur í Boganum í kvöld

Það verður nágrannaslagur í Boganum í kvöld þegar 1. deildarlið KA og 3. deildarlið Draupnis mætast í annarri umferð VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu kl. 19:00. KA virðist í ágætu formi þess dagana og hefur fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar á Íslandsmótinu. Draupnir hefur aðeins spilað einn leik það sem af er sumri og var það 8:0 sigurinn gegn Kormáki í fyrstu umferð bikarkeppninnar.

Þess má til gamans geta að í leiknum í kvöld mætast tvíburabræður, þeir Haukur Hinriksson í KA og Hinrik Hinriksson í Draupni. Haukur hefur farið mikinn í liði KA á Íslandsmótinu og skorað tvö mörk.

Nýjast