22. júlí, 2010 - 10:59
Fréttir
Reiknað er með að tæplega 6.000 þúsund ílát fyrir lífrænt sorp verði keypt frá Promens Dalvik ehf., vegna nýrra samninga um
sorphirðu í Akureyrarbæ um svokallað þriggja íláta kerfi. Helgi Már Pálsson, deildarstjóri hjá framkvæmdadeild Akureyrar,
segir hvert ílát muni kosta um þrjú þúsund krónur.
Kostnaður við þessi kaup er því um 18 milljónir króna. Þriggja íláta kerfið verður tekið upp í Lundahverfi
með haustinu en næstu hverfi tínast svo inn í framhaldinu.