Áhugaljósmyndarar sýna myndir sínar á Húsavík

Samsýning áhugaljósmyndara á Húsavík og nágrenni var opnuð í Safnahúsinu í gær en þar sýna 20 ljósmyndarar rúmlega 140 myndir og er myndefnið fjölbreytt eftir því. Atli Vigfússon á Laxamýri er sá ljósmyndari sem er með flestar myndir á sýningunni. Þær hafa allar komið fyrir augu lesenda Morgunblaðsins en Atli hefur verið fréttaritari blaðsins til fjölda ára. Megin myndefni hans í gegnum tíðina hefur verið fólkið, dýrin og náttúran í sveitum Þingeyjarsýslu og bera myndir hans á sýningunni þess glögg merki. Sýningin í Safnahúsinu stendur fram á annan í páskum og er opin frá kl. 13-17 alla daga.

Nýjast