Ágætlega gengur að afla hráefnis en afurðasala verið auðveldari

Ágætlega hefur gengið að afla hráefnis fyrir landvinnslu Brims hf. á Akureyri það sem af er árinu. Aflinn kemur af eigin skipum félagsins, sem hafa fiskað ágætlega á árinu, úr beinum viðskiptum við báta og af markaði.  

"Sala sjávarafurða hefur oft verið auðveldari heldur en núna og almennt horfum við fram á talsverðar verðlækkanir.  Salan sem slík gengur þó ágætlega á ferskum og frosnum afurðum en sala á söltuðum afurðum hefur hins vegar ekki gengið nógu vel og eru aðstæður afar erfiðar á þeim mörkuðum," segir Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri hjá Brimi á Akureyri.

Nýjast