Ágætis ferðamannaverslun á Akureyri það sem af er

„Sumarið fer vel af stað og lofar góðu," segir Sigurður Guðmundsson kaupmaður í  versluninni Viking, en hann rekur jafnframt ferðamannaverslun í þjónustuhúsi Hafnasamlags Norðurlands á Oddeyrarbryggju. Sigurður segir að erlendir ferðamenn kaupi jafnan minjagripi, ullarvörur og útivistarfatnað og sýnist sem þetta sumar byrji jafnvel og það síðasta.  

„Það var metár hjá okkur í fyrra og mér virðist þetta byrja álíka vel núna, þannig að ég er bara bjartsýnn og auðvitað er maður alltaf ánægður ef maður nær að vera réttu megin við núllið," segir  hann. Verslunin á Oddeyrarbryggju er viðbót frá því í fyrrasumar, en þar geta farþegar skemmtiferðaskipanna litið við, skoðað úrvalið og verslað. „Þetta bætir þjónustustigið hjá höfninni og það er bara gott," segir Sigurður.

Nýjast