Afskaplega rólegt

"Þetta er afskaplega rólegt," sagði Helga Eymundsdóttir formaður kjörstjórnar á Akureyri en kosið er til stjórnlagaþings í VMA. Kjörsókn á hádegi er mun lakari en þegar kosið var um Icesave í mars sl. Kl. 12 á hádegi höfðu 797 kosið í VMA, sem er 5,06% kjörsókn á Akureyri, á sama tíma í Icesave kosningunum var kjörsókn 11,9% og í alþingskosningunum 2009 var kjörsókn á hádegi 13,6%.  

Þá  höfðu 12 kosið í Hrísey kl. 12.00 í dag og 11 í Grímsey. Það dró heldur í sundur á Akureyri þegar Helga fékk nýjar tölur um kjörsókn kl. 13.00. Þá höfðu 1.026 kosið í VMA, eða 7,8%, í Icesave kosningunum höfðu rúmlega 16% kosið kl. 13.00 og rúmlega 19% í alþingiskosningunum í fyrra. Helga segir að allt hafi gengið mjög vel fyrir sig, enda komi fólk vel undirbúið á kjörstað og nær undantekningarlaust með fylgiblað með sér.

Nýjast