Áfram verður frítt í sund á Akureyri fyrir atvinnuleitendur

Íþróttaráð samþykkti á síðasta fundi sínum  að halda áfram með það verkefni á komandi vetri að veita Akureyringum sem skráðir eru að fullu sem atvinnuleitendur, frían aðgang í sundlaugar Akureyrarbæjar. Tilboð þetta gildir alla virka daga tímabilið 1. nóvember nk. til 15. maí á næsta ári.  

Á fundi íþróttaráðs var lögð fram fyrirspurn frá Soffíu Gísladóttur forstöðumanni skrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra þess efnis hvort Akureyrarbær hyggist áfram veita atvinnuleitendum frían aðgang að Sundlaugum Akureyrarbæjar. Einnig var lagt fram minnisblað frá Elínu H. Gísladóttur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar þar sem farið er yfir heimsóknir atvinnuleitenda veturinn 2009 til 2010.

Nýjast