Tvær kirkjur í Fnjóskadal verða 150 ára á þessu ári. Um er að ræða Hálskirkju og Illugastaðakirkju. Af því tilefni verður efnt til hátíðar nú á sunnudaginn, þann 8. ágúst.
Hátíðarguðsþjónusta verður í Hálskirkju kl. 11.00, þar sem hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson Hólabiskup prédikar.
Hátíðarguðsþjónusta verður einnig í Illugastaðakirkju kl. 14.00, þar sem sr. Guðmundur Örn Jónsson frá
Illugastöðum prédikar.
Sr. Hjörtur Pálsson flytur frumsamið hátíðarkvæði. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Hjartar Steinbergssonar organista.
Hátíðarkaffi verður í samkomusalnum á Illugastöðum eftir guðsþjónustuna þar. Allir eru velkomnir.