Áfengisneysla barna á Akureyri er sjaldgæfari en reykingar aukast

Lífskjör barna og unglinga á Íslandi virðast almennt hafa batnað frá 2006 til 2010. Börn og unglingar á Norðurlandi eystra eru þar engin undantekning. Lífsánægja þeirra hefur aukist umtalsvert og þeim líkar mun betur í skólanum en þegar rannsóknin var síðast gerð fyrir fjórum árum. Ekki eru þó allar breytingar á högum íslenskra skólanema jákvæðar.  

Líkt og á landinu í heild hreyfa nemendur á Akureyri sig minna en áður. Áfengisneysla barna á Akureyri er sjaldgæfari en reykingar aukast. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum úr alþjóðlegri könnun um heilsu og lífskjör skólanema (HBSC) sem lögð var fyrir alla nemendur í 6., 8. og 10. bekkjum grunnskóla landsins fyrr á þessu ári. Rannsóknin er alþjóðleg og tóku 40 lönd þátt. Ársæll Már Arnarson dósent í sálfræði við Háskólann á Akureyri, kynnti þessar fyrstu niðurstöður á síðasta fundi skólanefndar Akureyrar.

Nýjast