Þeir sem fram koma eru meðal annarra nemendur Tónlistarskólans á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Helgi Þórsson og Helena Eyjólfsdóttir. Efnisskráin samanstendur af tónlist sem Lay Low hefur samið og tónlist norðlenskra höfunda. Útsetningar voru unnar af Daníel Þorsteinssyni, Hjörleifi Erni Jónssyni og Eyþóri Inga Jónssyni en þeir taka jafnframt allir þátt í flutningi á tónleikunum. Að sögn Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur sem hefur unnið að undirbúningnum ganga æfingar framar vonum og mikil tilhlökkun er í hópnum fyrir þennan flotta viðburð.
Það mikil eftirspurn var eftir miðum á tónleikana sem hefjast kl. 19:30 að ákveðið var að bæta við aukatónleikum sama kvöld sem hefjast kl. 22:30. Sérstaka eftirtekt hefur vakið að öllum sem eru 20 ára eða yngri er boðið á tónleikana (hægt er að nálgast boðsmiða í miðasölu Hofs). Miðaverð fyrir aðra er einungis 1.500 krónur. Bein útsending verður frá fyrri tónleikunum á Rás 2. Í framhaldi af tónleikunum tekur við þéttbókuð dagskrá í húsinu samhliða Akureyrarvöku. Á meðal annarra viðburða má nefna opið hús á laugardagskvöldið og hátíðartónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á sunnudag.