Aðstaða til að taka á land og setja niður báta í Sandgerðisbót slæm

Þrátt fyrir að trillukarlar á Akureyri og fleiri hafi kvartað undan vægast sagt slæmri aðstöðu til að taka á land og setja niður báta í Sandgerðisbót, hefur litið farið fyrir úrbótum í þeim efnum. Á þetta bendir Þorgeir Baldursson sjómaður og ljósmyndari á vefsíðu sinni. Hann segir að mönnun þyki það með ólíkindum að ekkert skuli gert í málinu.  

"Svörin sem að ég fékk voru þau að ég greiddi ekkert i hafnarsjóð svo að ég hefði þar að leiðandi lítið um þetta að segja, þótt að ég borgi mína skatta og skyldur til Akureyrarbæjar," segir Þorgeir. Hann segir að ekki sé hægt að láta staðar numið í uppbyggingu á Bótinni með því að sleppa því að laga rampinn og setja flotbryggju við, svo að það megi fjölga trillum og skemmtibátum. Þorgeir bendir jafnframt á að bæjarbúar hafi gaman að því að fylgjast með trillukörlum og sportbátaeigendum sigla á Pollinum. Oftar en ekki hafi myndast umferðaöngþveiti á Drotningarbrautinni á kvöldin og um helgar, þar sem að fólk er að fylgjast með og hefur gaman af.

http://thorgeirbald.123.is/

Nýjast