Áætlað að byggja hreinsistöð í Sandgerðisbót

Áætlað er að byggja hreinsistöð fyrir fráveitu í Sandgerðisbót á Akureyri.  Hún, ásamt útrás þar og dælustöð í Krossanesi, eru lokahnykkurinn í umfangsmiklum fráveituframkvæmdum á vegum Akureyrarbæjar sem staðið hafi yfir í nær tvo áratugi.  

Hafist var handa við fráveituframkvæmdir um og upp úr árinu 1990 en þær fólust í því að ná að safna saman öllum útrásum sunnan Glerár og dæla því til norðurs í eina bráðabirgðarútrás við Sandgerðisbót en þar var ætlunin að kæmi endanleg útrás í um 450 metra fjarlægð frá landi og á um 40 metra dýpi. Heildarkostnaður bæjarins við hinar umfangsmiklu fráveituframkvæmdir eru að öllum líkindum eitthvað yfir 2.000 milljónum króna.

Nýjast