Á gjörgæslu eftir reiðhjólaslys í Kjarnaskógi

Karlmaður á fimmtugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahús eftir reiðhjólaslys á Akureyri. Maðurinn var á ferð ásamt hjólreiðahópi um stíg í Kjarnaskógi í fyrrakvöld þegar hann stakkst fram fyrir sig á hjólinu.  

Maðurinn hlaut slæma byltu og kvartaði undan eymslum í hálsi og baki og var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Þar kom í ljós að hann hafði hlotið áverka á hálsi og sýndi merki um áverka á mænu. Hann var því fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þar fengust þær upplýsingar í morgun að hann væri á gjörgæsludeild og ástand hans væri stöðugt. Ekki fengust nánari upplýsingar um hversu alvarlega maðurinn er slasaður, segir á vef RÚV.

Nýjast