Dyggir notendur Sæplastkeranna
Ker númer 500.000 var afhent Geert Gregersen en hann er framkvæmdastjóri keraleigufyrirtækisins Dansk karudlejning í Esbjerg í Danmörku sem hefur
þúsundir kera í fjölbreyttri útleigu til viðskiptavina. Fyrirtækið notar eingöngu Sæplastker í sinni starfsemi en útgerðir
og fiskverkendur í Esbjerg hafa haft mikil viðskipti við verk-smiðjuna á Dalvík í yfir 20 ár. Ker númer 500.001 var afhent Magnúsi
Kristinssyni, útgerðarmanni hjá Berg Huginn í Vestmannaeyjum en fyrirtæki hans hefur um áraraðir notað Sæplastker í skipum sínum.
Bergur-Huginn er meðal öflugustu útgerðarfyrirtækja hér á landi og hefur fengið margar viðurkenningar fyrir starfsemi sína, til að mynda
umhverfisverðlaun LÍÚ, viðurkenningu á sjávarútvegssýningunni 2008 sem sem framúrskarandi íslensk útgerð og fleira
mætti nefna.
Einn gámur af kerum á dag
Framleiðsla Sæplastkeranna á Dalvík byggðist á sínum tíma upp á þjónustu við sjávarútveg og hóf
fyrirtækið fljótt innreið á erlenda markaði. Gerðir keranna í framleiðslu á Dalvík eru nú á milli 20 og 30 en
vinsælustu gerðirnar hafa frá upphafi verið 460 lítra ker, 660 lítra og 1000 lítra. Í dag fara um 65% keraframleiðslu Promens Dalvík til
fiskiðnaðar en 35% til annarra greina, fyrst og fremst í matvælaframleiðslu á borð við kjöt, grænmeti og fleira.
Verksmiðjan hefur á þessum 26 árum notað um 26 þúsund tonn af hráefnum til keraframleiðslunnar og það gefur hugmynd um umfangið
að einn gámur af kerum hefur farið til viðskiptavina á hverjum framleiðsludegi í þessi 26 ár!Á fullum afköstum getur verksmiðjan
á Dalvík framleidd um 160 ker á sólarhring en á upphafsárunum voru afköstin 15 ker á sólarhring. Að jafnaði er framleitt á
tvískiptum vöktum fimm daga vikunnar og einnig um helgar þegar svo ber undir. Stöðugildi hjá Promens Dalvík eru nú tæplega 50.