39 Þrep keppir um vinsælustu áhorfendasýningu ársins

Leiksýningin 39 Þrep í uppsetningu Leikfélags Akureyrar er ein fimm sýninga sem keppir um titilinn besta leiksýning ársins að mati áhorfenda á hinni árlegu uppskeruhátíð leiklistarinnar, Grímunni. Síðustu tvær vikur hafa staðið yfir netkosningar þar sem áhorfendur hafa getað kosið um sína uppáhaldssýningu.  

Símakosning fyrir fimm efstu sýningarnar í netkosningunni er hafin og stendur yfir fram á kvöld, en úrslitin verða kynnt á Grímuhátíðinni sem fram fer í Þjóðleikhúsinu í kvöld og verður sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2. Þrír heppnir þátttakendur í símakosningunni eiga þess kost að vinna árskort fyrir tvo í leikhúsið; Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og á sýningar Leikfélags Akureyrar.

Þær fimm sýningar sem berjast um bestu leiksýninguna að mati áhorfenda eru:

39 ÞREP - símanúmer 900 1201

FAUST- símanúmer 900 1202

JÖLSKYLDAN - ÁGÚST Í OSAGE-SÝSLU-símanúmer 900 1203

GAURAGANGUR - símanúmer 900 1204

SKOPPA OG SKRÍTLA Á TÍMAFLAKKI - símanúmer 900 1205


Nýjast