Eldra fólk sem ekki keyrir getur einangrast heima hjá sér

Engin þjónusta í boði Hagahverfi - Um þó nokkuð langan veg þurfi að fara til að komast í næstu verslun
Lesa meira

Frístundaverslun opnar á Glerártorgi

Krakkasport ehf. mun opna verslun á Glerártorgi í byrjun nóvember.
Lesa meira

Linda María heiðruð fyrir störf sín í þágu ferðaþjónustunnar

Viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu eru veitt einstaklingi sem hefur haft góð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi í heild sinni og hefur starfað beint eða óbeint fyrir ferðaþjónustu á svæðinu
Lesa meira

Sameinað sveitarfélag hyggur á forystuhlutverk í loftslagsmálum

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja kolefnisspor innan sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í pistli sveitarstjóra, Sveins Margeirssonar. Í pistlinum segir hann að framtíðarsýn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sé forystuhlutverk í loftslagsmálum.
Lesa meira

Níu fyrirtæki á Norðurlandi óslitið á lista Framúrskarandi fyrirtækja frá upphafi

Á Norðurlandi er að finna rúm níu prósent fyrirtækja sem sæti eiga á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki, alls 78 fyrirtæki. 60 eru á Norðurlandi eystra og 18 á Norðurlandi vestra. Alls er 853 fyrirtæki að finna á listanum öllum, eða um tvö prósent virkra fyrirtækja. Sé horft til Norðurlands í heild er það í fjórða sæti yfir svæði þar sem flest fyrirtæki er að finna, á eftir Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík.
Lesa meira

Viðskiptavinir með bros á vör

„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir sem óku um götur Akureyrar um liðna helgi á Grænmetisbílnum. Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til. Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.
Lesa meira

Þrjú íþróttafélög frá styrk til frístundaaksturs með yngstu iðkendurna

Lesa meira

Stelpurnar í U17 í blaki unnu gull í Danmörku

U17 ára landslið Íslands í blaki með margar norðlenskar stúlkur innanborðs gerði sér lítið fyrir og sóttu gull á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Á mótinu léku auk Íslands lið Danmerkur, Noregs og Færeyja.
Lesa meira

Bólusetning fyrir áhættuhópa við árlegri influensu

Lesa meira

Akureyrarbær styrkir snjótroðarakaup

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja Skógræktarfélag Eyfirðinga með 15 milljón króna framlagi til kaupa á nýjum snjótroðara. Gamli troðarinn sem þjónað hafði skíðagöngufólki dyggilega í áraraðir lagði upp laupana í fyrravor.
Lesa meira

Konur án klæða

Myndlistasýningin Konur án klæða opnar laugardaginn 23. okt
Lesa meira

Heimilt að byggja tveggja hæða hús með 6 íbúðum

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Teiknistofu Arkitekta sem nær til Gránufélagsgötu 22 til 24 var til kynningar á fundi skipulagsráðs.
Lesa meira

SBA-Norðurleið fyrirtæki ársins

Lesa meira

Hraðamyndavélar við Stórholt teknar í notkun

Lesa meira

Fyrsta beina flugið síðan í mars í fyrra

Lesa meira

Óskað vitna að meintri líkamsárás

Lesa meira

Viðburður að tilefni fyrsta vetrardags varð að óvæntri hátíð

Það myndaðist óvænt hátíð! Viðburður í tilefni fyrsta vetrardags varð fyrir tilviljun að þriggja daga ljóðaveislu í stofum Davíðshúss þar sem fram koma Sigmundur Ernir, Fríða Ísberg, Tómas Ævar og Þórður Sævar.
Lesa meira

Landslið í skógarhöggi að störfum í Vaðlareit

„Það hefur gengið mjög vel og allar áætlanir staðist,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga en í liðinni viku ræsti „landslið“ skógarhöggsmanna keðjusagir sínar og hóf að vinna sér leið þvert í gegnum Vaðlareit. Lokið var við að höggva stíginn í byrjun vikunnar og síðustu daga hafa þeir unnið við snyrtingar út fyrir stígasvæðið. „Við verðum svo í því þó nokkurn tíma að keyra út trjáboli og greinar og munum vinna það verkefni í samstarfi við jarðverktaka, Nesbræður,“ segir Ingólfur. Skógræktarfélagið sér um verkefnið og réð til sín alla helstu skógarhöggsmenn landsins, þeir eru í allt 11 talsins komu víða að af landinu til að ryðja skóginn á sem skemmstum tíma þannig að hægt sé að halda dampi í stígagerðinni.
Lesa meira

Laxárdeilan rifjuð upp á sýningu í Safnahúsinu á Húsavík

Aðaldælingurinn Sig­ur­laug Dagsdóttir lauk meist­ara­námi í hag­nýtri þjóð­fræði frá Háskóla Íslands í vor. Loka­verk­efni hennar var sýn­ing í Menn­ing­ar­mið­stöð Þing­ey­inga helguð ljós­mynda­söfnum tveggja ljós­mynd­ara, þeirra Sig­ríðar Ingv­ars­dóttur og Ragn­heiðar Bjarna­dótt­ur. Sig­ríður var atvinnu­ljós­mynd­ari en Ragn­heiður áhuga­ljós­mynd­ari og eru söfnin því um margt ólík. Sýn­ing­in heitir Að fanga þig og tím­ann.
Lesa meira

Að kæra ofbeldi er annað áfall

Karen Birna Þorvaldsdóttir er vísindamaður mánaðarins
Lesa meira

Hundrað kíló af könglum fyrir snjótroðara

Hátt í 50 manns lögðu leið sína í Laugalandsskóg á Þelamörk og tóku þátt í fjáröflunarátaki Skógræktarfélags Eyfirðinga sem safnar af kappi fyrir nýjum snjórtroðara.
Lesa meira

Sagði Birki Blæ þann eina sem gæti orðið alþjóðleg stjarna

Birkir Blær Óðinsson hefur enn og aftur heillað sænsku þjóðina en í kvöld var hann kosinn áfram í næstu umferð í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4. Lagið sem Birkir flutti í kvöld heitir A Change Is Gonna Come, sem Sam Cooke gerði frægt á sínum tíma.
Lesa meira

Eurovision safnið opnaði í kvöld: Gæsahúð þegar Óskarskórinn söng

Eurovision sýningin á Húsavík opnaði í húsnæði Ja JA Dingdong bar klukkan 19 í kvöld. Húsfyllir var á opnunni og stemningin rafmögnuð.
Lesa meira

Björgvin Þorsteinsson látinn

Lesa meira

Ásthildur á Hringborði Norðurslóða

Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, sækir Heimskaut Norðurslóða eða Arctic Circle í Reykjavík en þar er fjallað um framtíð norðurheimskautsins í breyttri veröld hvar áhrifa loftlagsbreytinga gætir sífellt meira.
Lesa meira

Akureyrarbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Akureyrarbær hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viðurkenningin er veitt þeim sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar.
Lesa meira

Eskja í samstarf með Skógræktinni um kolefnisbindingu

Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hefur samið við Skógræktina um að þróa kolefnisverkefni í landi jarðarinnar Freyshóla á Fljótsdalshéraði. Þar hyggst fyrirtækið binda kolefni með nýskógrækt á um 30 hektara svæði. Gróðursetningu á að ljúka vorið 2023 og með verkefninu verða til vottaðar kolefniseiningar sem tryggja ábyrga kolefnisbindingu á móti samsvarandi losun vegna starfsemi Eskju. Með þessu verður Eskja fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið sem ræðst í ábyrga kolefnisjöfnun sam­kvæmt kröfum Loftslagsráðs.
Lesa meira