Að forðast samtalið

Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Bæjarstjórn Akureyrar lét sig hafa það í vor að samþykkja einhliða og án samráðs við bæjarbúa afdrifaríkar breytingar á skipulagi miðbæjarins frá árinu 2014
Lesa meira

Undirbúningur fyrir lofthreinsiver á Bakka kominn vel á veg

- 140 milljarðar – Samstarf við tæknirisa – Mikill áhugi erlendra fjárfesta
Lesa meira

„Ég er búinn að njóta hverrar mínútu“

Nú er komið að síðustu sýningarhelginni af fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfur hjá Leikfélagi Akureyrar. Sýningin hefur algjörlega slegið í gegn og hefur verið sýnd um 70 sinnum í Samkomuhúsinu þegar yfir lýkur.
Lesa meira

„Ákváðum að bæta frekar við en draga saman“

Flugfélagið Ernir flýgur 10 sinni í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur
Lesa meira

Næstmesta úrkoma í október frá upphafi mælinga

Meðalúrkoma á Akureyri í nýliðnum október mánuði er sú næstmesta sem mælst hefur í bænum frá upphafi. Sólskinsstundir voru færri í október en í meðalári.
Lesa meira

Vinna við fyrsta áfanga nýs hjúkrunarheimils hefst í næstu viku

Jarðvinnuframkvæmdir vegna nýs hjúkrunarheimils á Húsavík munu hefjast í næstu viku. Vinna við uppsteypu og fullnaðarfrágang verður boðin út næsta vor.
Lesa meira

Tvö tilboð í stækkun flugstöðvar á Akureyri

Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli
Lesa meira

Flóttamaður í 40 ár, ættfræði og glens um Akureyringa

Völuspá útgáfa sendir að þessu sinni fjölbreytta flóru bóka á jólamarkaðinn
Lesa meira

Stækka núverandi miðstöð eða byggja íbúðir á lóðinni

Taka jákvætt í hugmyndir um uppbyggingu við verslunarkjarna í Sunnuhlíð
Lesa meira

Einn í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Lesa meira

Um 65 milljónir í hafnargjöld

Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa greiddu samtals um 65 milljónir króna í hafnargjöld til Hafnasamlags Norðurlands á liðnu ári. Togarar félaganna landa að mestu á Akureyri og Dalvík þar sem fiskvinnsluhús þeirra eru.
Lesa meira

Kisur haldi sig inni frá og með 2025

Lausaganga katta verður bönnuð á Akureyri frá 1. janúar 2025. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti tillögu þar að lútandi á fundi í gær.
Lesa meira

Maturinn, jörðin og við

Félagið Auður Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun, og með stuðningi fleiri aðila, efna til ráðstefnu um áskoranir og tækifæri í matvælaframleiðslu, í nútíð og framtíð.
Lesa meira

Góðan dag, ég er frá heimaþjónustunni!

Lesa meira

Kvöldstund í Freyvangi

Blákaldur veruleikinn nægir fólki ekki. Þess vegna býr það sér til allskonar hliðarveruleika. Hliðarveruleikarnir eru eins og nafnið gefur til kynna eitthvað sem er til við hliðina á veruleikanum. Þar getur verið um upplifanir að ræða; fagurfræðilegar, trúarlegar, erótískar eða húmorískar. Hliðarveruleikarnir geta líka átt sér stað inni á ákveðnum rýmum sem eru hannaðir með það í huga að þeir geti orðið til: kirkjur og aðrir helgidómar, listasöfn, leikhús og barir, eru dæmi um híbýli hliðarveruleikanna.
Lesa meira

„Þetta er kúltúr sem þekkist ekki annars staðar“

Gríðarlegt uppbyggingarstarf Blakdeildar Völsungs á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli. Árangur vinnunnar mátti sjá á dögunum þegar U17 landslið Íslands keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Völsungar áttu hvorki fleiri né færri en níu keppendur á þessu móti, fjóra pilta og fimm stúlkur. Auk þess voru þjálfarar U17 stúlkna, Völsungarnir, þau Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto og liðsstjóri í ferðinni var Lúðvík Kristinsson, formaður blakdeildar Völsungs. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lönduðu gulli á mótinu. Vikublaðið ræddi við Lúðvík Kristinsson um uppbygginguna í blakinu á Húsavík en hann var einn þeirra foreldra sem lyftu grettistaki fyrri nokkrum árum með því að gera blak að alvöru valkosti fyrir börn og unglinga á Húsavík.
Lesa meira

„Fólk hættir ekkert að eiga afmæli“

Sykurverk safnar fyrir flutningum í Strandgötu
Lesa meira

Þjónustan á Akureyri ekki síðri en var í Noregi

„Við vissum hvað við höfðum en ekki hvað við fengjum. Sem betur fer erum við hæst ánægð með þá þjónustu sem okkur hefur boðist, það er allt til fyrirmyndar,“ segja þau Aðalheiður Jóhannesdóttir og Þóroddur Ingvarsson, foreldrar tveggja sykursjúkra barna. Þau fluttu frá Lillehammer í Noregi til Akureyrar í fyrrasumar. Þar var vel haldið utan um fjölskylduna og góður stuðningur með börnin í skólanum. Þau segja ánægjulegt að upplifa að þjónustan sé ekki síðri á Akureyri. Aðalheiður er frá Dalvík, Þóroddur er Akureyringur, en þau kynntust í Menntaskólanum á Akureyri. Bæði eru læknar og starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau héldu utan til framhaldsnáms í læknisfræði eftir nám hér á landi, fóru fyrst til Svíþjóðar og síðar Noregs. Tvö yngstu börnin, Magnús 11 ára og Fríða 8 ára fæddust í Svíþjóð. Þau eru nú í 6. og 3. bekk í Brekkuskóla. Eldri börn þeirra hjóna eru Ingvar 23 ára og Ester 17 ára.
Lesa meira

Allt að 900 manns í flugstöðinni í upphafi helgar

Líflegt á Akureyrarflugvelli það sem af er hausti
Lesa meira

Birkir Blær flaug áfram í kvöld

Hann fékk standandi lófaklapp fyrir flutning á laginu Leave The Door Open
Lesa meira

Ríflega 150 viðburðir á vegum AkureyrarAkademíunnar á 15 árum

Lesa meira

Karlmennskan á Húsavík

Þorsteinn V. Einarsson frá @karlmennskan hefur verið á ferðinni á Húsavík síðustu daga. Þorsteinn, sem er bæði kennari og kynjafræðingur, heldur úti vefnum karlmennskan.is þar sem hann fjallar um karlmennsku í samfélaginu. Hann hélt fyrirlestur í Framhaldsskólanum á Húsavík, Borgarhólsskóla og í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Lesa meira

Peningaverðlaun fyrir unga höfunda

Fleiri en 20 ungmenni á aldrinum 16-25 ára sóttu ritlistasmiðjuna Ungskáld í Menntaskólanum á Akureyri um síðustu helgi. Mjög góður rómur var gerður að leiðsögn rithöfundanna Fríðu Ísberg og Dóra DNA.
Lesa meira

Verkefni á Akureyri fá styrk frá Krónunni í fyrsta sinn

Krónan hefur í ár úthlutað rúmum sjö milljónum króna úr styrktarsjóði sínum sem er ætlað að styrkja verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.
Lesa meira

Fyrstu lóðum í Holtahverfi úthlutað í vikunni

Skipulagsráð samþykkti í vikunni úthlutun 19 byggingarlóða í Holtahverfi austan Krossanesbrautar.
Lesa meira

Kontrabassinn hefur sótt í sig veðrið sem einleikshljóðfæri

Sunnudaginn 31. október kl 16 verða tónleikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Hömrum í Hofi. Þá leika Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari dagskrá sem þau kalla “Hljóðs bið ek allar helgar kindir”
Lesa meira

Innheimta hefst fljótlega upp úr áramótum

Greiðslukerfi tekið upp á bílastæðum miðsvæðis á Akureyri
Lesa meira