Vel heppnað Pollamót

Um helgina var haldið Pollamót Þórs, Carlsberg og Kaupþings í 20 sinn á félagssvæði Íþróttafélagsins Þórs. 47 lið voru skráð til leiks 20 í Polladeild, 19 í Lávarðardeild og 8 í Skvísudeild. Pollameistara 2008 urðu GG en þeir unnu heimamenn í Þór U23 í úrslitaleik og Ufsinn varð i þriðja sætinu. .

Lávarðardeild 2008: Fylkir vann Víking í úrslitaleik og liðið Stöngin Inn varð í þriðja sæti.

Skvísudeild 2008: Breiðablik og Brynjurnar urðu efstar og jafnar að stigum en Breiðablik varð Skvísumeistarar 2008 á betri markamun, í þriðja sætinu varð KR.

Innri fegurð var valin skemmtilegasta liðið í Polladeild. UMF Óþokki var valin skemmtilegasta liðið í Lávarðardeild, og ÍR – drottningar þóttu skemmtilegastar í Skvísudeild

Sjá svipmyndir hér

Nýjast