Tólf ára piltur féll niður tvær mannhæðir

Tólf ára piltur fékk þungt höfuðhögg er hann féll niður af klettabelti og lenti ofan í grýttri fjöru skammt frá Hofsósi í Skagafirði í gærkvöldi. Pilturinn var mjög vankaður eftir höfuðhöggið og var ekki viðræðuhæfur, en hélt þó meðvitund. 

Fallið var um tvær mannhæðir og hélt faðir hans strax niður í illfæra fjöruna og beið hjá honum eftir lögreglu, björgunarsveitamönnum og lækni. Pilturinn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann dvaldi í nótt. Að sögn talsmanns sjúkrahússins í morgun er pilturinn ekki eins alvarlega slasaður og talið var í fyrstu. Hann slapp við alvarleg höfuðmeiðsl en brotnaði eitthvað.

www.visir.is

Nýjast