Þór/KA fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld

Þór/KA mætir Stjörnunni úr Garðabæ á Akureyrarvelli í kvöld í lokaleik 11. umferðar í Landsbankadeild kvenna. Fyrir leikinn munar tíu stigum á liðunum, þar sem Stjarnan hefur 20 stig í þriðja sæti deildarinnar en Þór/KA 10 stig í sjötta sæti. Dragan Kristinn Stojanovic þjálfari Þórs/KA á von á hörkuleik. “Þetta verður hörkuleikur og mjög erfiður, við verðum að reyna ná góðum úrslitum en hvernig við gerum það skiptir ekki öllu máli, við verðum bara að ná stigum og við getum alveg unnið þetta lið,” segir Dragan. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Nýjast